Sæl!
Ég bý úti á landi en þarf reglulega að sækja mér læknisaðstoð á höfuðborgarsvæðinu. Ég þarf að fara í eftirlit hjá sérfræðingi í Reykjavík. Þessar ferðir eru ansi kostnaðarsamar, ef færðin er slæm þarf ég stundum að taka flug hluta af leiðinni. Kemur ríkið eitthvað til móts við kostnað við þessar ferðir?
Kveðja
Sæll!
Ef læknir í heimabyggð þarf að vísa sjúklingi í læknismeðferð eða til eftirlits hjá sérfræðingi taka Sjúkratryggingar þátt í kostnaði við ferðirnar að lágmarki 2 ferðir á hverju 12 mánaða tímabili. Læknir í heimabyggð þarf þá að sækja um til sjúkratrygginga en sjúklingurinn sjálfur þarf að fá staðfestingu á komu til þess læknis sem honum er vísað til og fara með í sitt umboð Sjúkratrygginga. Ef um er að ræða ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er einnig hægt að sækja um þátttöku í ferðakostnaði vegna þess.
Nánari upplýsingar um greiðslur vegna ferðakostnaðar hjá Sjúkratryggingum finnurðu hér https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/ferdakostnadur/
Vona að þetta hafi svarað spurningu þinni
Bestu kveðjur
Sólrún