Fyrirspurn vegna niðurgreiðslu á tannlækningum – svar félagsráðgjafa

eftir Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Sæl !

Ég er nýorðinn lífeyrisþegi og var að velta fyrir mér hvort ég fái afslátt á tannlækningum ?

Kv.

Sæll og takk fyrir að senda fyrirspurn á Aldur er bara tala.

Jú þú átt rétt á niðurgreiðslu á tannlækningum og það 69 % af gjaldskrá tannlækna fyrir almennar tannlækningar.

Undir almennar tannlækningar falla m.a. skoðun, greining, röntgenmyndir, reglulegt eftirlit, tannviðgerðir, rótfyllingar, tannholdslækningar, úrdráttur tanna og laus tanngervi.

Sjúkratryggingar Íslands skilgreina þá lífeyrisþega sem eru aldraðir, öryrkjar og þeir sem fá endurhæfingarlífeyrir hjá Tryggingastofnun

Tengdar greinar