Sæl !
Ég er að nálgast starfslok og langar að vita hversu hár ellilífeyrir er frá Tryggingastofnun og hvort tekjur maka míns hafa áhrif á það sem ég fæ greitt ? Það eru svona ýmsar spurningar að vakna í kringum þessi mál og líklegast best að fara að kynna sér þetta vel.
Kveðja
Sæl og blessuð !
Takk fyrir að hafa samband við ráðgjafa Aldur er bara tala. Það er gott hjá þér að fara að kynna þér þessi mál í tíma því það er að mörgu að huga. Í dag er upphæð fulls ellilífeyris frá Tryggingastofnun, þ.e 100 % greiðslur og án skerðinga 278.271 kr á mánuði.
Varðandi það hvort tekjur maka komi til skerðingar að þá hafa þær almennt ekki áhrif á lífeyrir frá Tryggingastofnun. Þ.e ekki tekjur frá atvinnu eða lífeyrissjóði. Fjármagnstekjur eru hins vegar sameiginlegar með hjónum og sambúðarfólki og þær hafa áhrif á tekjur frá Tryggingastofnun. Er þá heildar fjármagnstekjum skipt tl helminga á milli aðila. .
Annars er að finna reiknivél inn á heimasíðu Tryggingastofnunar þar sem þú getur slegið inn þínar forsendur og skoðað https://www.tr.is/reiknivel/ ásamt því að allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.tr.is
Síðan hvet ég þig til að gefa þér tíma í að hlusta á þennan fyrirlestur hér að neðan þar sem farið er vel yfir þessi mál en hafa ber í huga að greiðsluupphæðir í myndbandinu eru frá 2021
Gangi þér vel 🙂