Atvinnutekjur mega vera 2.400.000 kr á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur.
Allar skattskyldar tekjur hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris og eru þar með taldar tekjur frá lífeyrissjóðum og vinnu, fjármagnstekjur o.s.frv. Tekjur frá séreignasjóðum og félagsleg aðstoð hafa þó ekki áhrif.
Mismunandi frítekjumark er á tekjum eftir því hvaðan þær koma:
Allar aðrar tekjur en atvinnutekjur s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur, mega vera samanlagt 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif.
Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% á ellilífeyrinum en á heimilisuppbót er skerðingin 11,9%.
Mikilvægt er að lagfæra tekjuáætlunina ef tekjur breytast. Þetta er gert til þess að greiðslur frá TR séu sem réttastar.
Nánari upplýsingar má fá á vefsíðunni www.tr.is, í síma Tryggingastofnunar eða í næsta umboði TR um land allt